Lilja Birgisdóttir (f. 1983) lauk námi í ljósmyndun við Konunglega listaháskólann í Hollandi árið 2007 og BA námi við Listaháskóla Íslands árið 2010. Frá námslokum hefur hún verið einn aðstandanda listamannarekna gallerísins Kling og Bang í Reykjavík og 2011 stofnaði hún listatímaritið Endemi ásamt öðrum listakonum. Lilja hefur unnið í mörgum miðlum og fengist við myndverk, videólist, hljóðgjörninga og ljósmyndun. Þá var Lilja höfundur opnunarverks Listahátíðar í Reykjavík 2013, The Vessel Orchestra, þar sem hún vann með kapteinum Reykjavíkurhafnar að því að búa til hljóðgjörning með skipaflautum fimmtán skipa. Lilja er einn af stofnendum Fisher ilmgerðar.