Helga Páley (f. 1987) býr og starfar í Reykjavík. Hún lauk BA-prófi frá Listaháskóla Íslands árið 2011. Frá útskrift hefur Helga meðal annars verið framkvæmdastjóri listahátíðarinnar Ærings á Rifi 2012. Frá árunum 2013 til 2015 var Helga partur af Kunstschlager hópnum og tók þátt í að reka gallerí við Rauðarárstíg 1 og síðar í Listasafni Reykjavíkur. Helga útskrifaðist einnig með diplóma úr Motion Creative í Hyper Island, Stokkhólmi, árið 2018. Síðustu ár hefur Helga sýnt á fjölmörgum stöðum og má þar nefna Listasafn Reykjanesbæjar, Gallerí Port, Ásmundarsal og Safnasafnið á Svalbarðseyri. Samhliða myndlistinni hefur hún einnig unnið sem teiknari, bæði við myndskreytingar og hreyfimyndagerð (e. illustrator og animator).
Shopping Cart