Árni Már Erlingsson

Árni Már Erlingsson (f. 1984) býr og starfar í Reykjavík. Á árunum 2008-2011 var hann í námi við Ljósmyndaskóla Íslands. Hann hefur haldið nokkrar einkasýningar hér á Íslandi og tekið þátt í all mörgum samsýningum bæði hér heima og erlendis. Málverk Árna Más bera með sér óræða hreyfingu og einkennast af afmörkuðum litastrendingum sem blandast við samfléttaðar formgerðir, sem eiga tilurð sína í spunatengdum innsæisteikningum. Verk hans byggja oft á persónulegum reynsluheimi, og endurspegla hæglát augnablik í náttúru og þróun innri vegferðar. Uppruna verka hans má rekja til graff-menningar tíunda áratugarins og hip-hop tónlistar, þar sem hann færðist frá einum stað til annars og meitlaði tjáningu sína í borgarlandslagið. Ekki ósvipað hip-hop tónlistinni sem veitti honum innblástur, (sem blandaði saman eiginleikum blús, jazz og fönktónlistar), þá bar val hans á upprunamiðli merki hreyfanleika og aukinnar valdeflingar. Líkt og örvar teljast megintákn graffmenningar, oft í bland við texta, þá teljast stefnubendingar sem eitt af grunnhöfundareinkennum Árna Más allt frá byrjun og til dagsins í dag. Líkamleg framkvæmd verkanna er oftar en ekki bersýnileg, en hann er listamaður margra miðla. Þrátt fyrir að hafa lagt stund á ljósmyndanám, þá varð hann snemma innviklaður í prentmiðilinn (þar sem hann blandar oft mismunandi aðferðum saman), en frjálslynd aðferðafræðin hefur löngum orðið leiðarstef í gegnum feril hans og aðra miðla, svo sem málverk og skúlptúr. Árni Már er einn af stofnendum Gallerí Ports á Laugavegi, sem hefur frá árinu 2016 fest sig í sessi innan íslenskrar listasenu með tilstilli framsækinna sýninga og var fyrir skemmstu kosið sem besta listamannarekna rými Reykjavíkur af tímaritinu Grapevine. Hann er þar að auki stofnandi listaframtaksins Festisvalls, sem hefur staðið fyrir ótalmörgum listviðburðum, prentstofum, tónleikum og listasýningum vítt og breitt um heiminn. – Kristína Aðalsteinsdóttir
Árni Már Erlingsson Gallerí Port

Fáðu send skilaboð þegar ný verk eftir viðkomandi listamann koma á skrá. 

Skráðu netfangið þitt hér og við sendum þér fleiri fáanleg verk. 

 

Email*
Nafn*
Skilaboð*
Skrá á póstlista?

Works

No data was found
Shopping Cart